Skip to main content

Makríllinn færir líf í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jún 2025 11:08Uppfært 24. jún 2025 11:35

Allra fyrsti makrílfarmur ársins var hífður á land í Neskaupstað snemma í morgun og fór þráðbeint inn í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar og líf því færst í þá byggingu á nýjan leik.

Það fátt skemmtilegra en að sjá líf kvikna á nýjan leik eftir hlé í fiskiðjuverinu að sögn Geir Sigurpáls Hlöðverssonar, rekstrarstjóra versins, en með þennan fyrsta farm ársins kom Vilhelm Þorsteinsson EA og það alla leið úr Smugunni. Þetta heilli viku fyrr en raunin var á síðasta ári þegar fyrsti makríll kom í hús þann 1. júlí.

„Við vorum búnir að undirbúa allt hér með góðum fyrirvara og keyrðum svo allt í gang þegar fiskurinn kom að landi. Það er ekkert skemmtilegra en sjá allt húsið lifna við og strax komin dúndrandi stemmning enda makríllinn mikilvægur fyrirtækinu. Þessi fiskur sem kom í morgun er bara ljómandi fallegur og nokkuð stór. Þetta er fiskur frá Vilhelm sem er í veiðisamstarfinu með Margréti EA, Berki, Beiti og Barða héðan og allt var þetta veitt nálægt norsku línunni í Smugunni. Fiskurinn heill og fínn og kviðarholið í góðu lagi svo þessi byrjun veit á gott.“