Skip to main content

Makrílveiðar ganga vel og nánast allt fengist í íslensku lögsögunni

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. ágú 2024 10:29Uppfært 22. ágú 2024 10:33

Makrílveiðar austfirskra útgerða ganga vel, fiskurinn almennt stór og vænn og nánast allt fengist innan íslensku lögsögunnar sem er fremur óvenjuleg staða.

Kjartan Reynisson, fulltrúi framkvæmdastjóra og útgerðarstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sem segir yfir engu að kvarta svona á fyrstu metrum veiðanna.

„Uppsjávarveiðiskipið Hoffell hefur verið á makrílveiðum og er að klára að landa einhverjum 800 tonnum sem fengust innan lögsögu. Þetta er stór og flottur fiskur sem fer allur í manneldi en markaðirnir fyrir makrílinn eru fyrst og fremst í Austur-Evrópu, Póllandi og þar í kring.“

Loðnuvinnslan er aðeins á eftir öðrum að hefja makrílveiðarnar að þessu sinni en ástæða þess eru allnokkrar tafir sem urðu þegar skipið fór í slipp á Akureyri nýverið.

„Hoffellið tafðist verulega í slipp fyrir norðan sem gerði það að verkum að við misstum hreinlega af fyrstu vikunum í makrílveiðinni. Ástæða tafanna bara að sá slippur var yfirlestaður af verkefnum og því tók þetta mun meiri tíma en ella.“