Skip to main content

Makríllinn skapar Matís vinnu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. júl 2010 15:34Uppfært 08. jan 2016 19:21

Aukning á vinnslu síldar og makríls hefur bætt verkefnastöðu starfsstöðvar Matís í Neskaupstað. Stöðin hefur eflt þjónustu sína að undanförnu.

 

"Við hér hjá Matís í Neskaupstað höfum verið að auka við þjónustu við Heilbrigðiseftirlitið á Austurlandi varðandi úrvinnslu á sýnum, til dæmis af neysluvatni og sundlaugarvatni," segir Þorsteinn Ingvarsson, stöðvarstjóri.

Hjá Matís í Neskaupstað eru þrjú full stöðugildi. Makrílveiðar skapa stöðinni einnig fleiri verkefni.
"Aukning á vinnslu síldar og makríls til manneldis hefur einnig bætt verkefnastöðu okkar verulega."