Skip to main content

Mannabreytingar hjá Fljótsdalshéraði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. sep 2010 21:49Uppfært 08. jan 2016 19:21

fljtsdalshra_merki.jpgMiklar mannabreytingar eru hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Tveir forstöðumenn stofana og einn sviðsstjóri hafa tilkynnt um uppsagnir sínar. Nýr félagsmálastjóri er tekinn til starfa.

 

Ingunn Þráinsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og Helgi Ásgeirsson í félagsmiðstöðinni Nýung.

Fyrr í sumar sagði Héraðsfulltrúinn Skarphéðinn Smári Þórhallsson upp störfum og fylgdi í kjölfar þriggja sviðsstjóra sem sögðu upp í byrjun sumars. Einn þeirra, þróunarstjórinn Óðinn Gunnar Óðinsson, vinnur samt fyrir sveitarfélagið til áramóta.

Guðrún Frímannsdóttir er tekin til starfa sem félagsmálastjóri en hún var ráðin til eins árs án auglýsingar. Hún var seinast fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu en áður framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur og deildarstjóri hjá félagsþjónustu Akureyrar.

Þá hefur sveitarfélagið auglýst eftir framkvæmda- og þjónustufulltrúa. Hann hefur yfirumsjón með málefnum fasteigna, vegamálum og stjórnum umhverfismála. Tekið í fram í auglýsingu að hann þurfi að geta hafi störf sem fyrst.