Skip to main content

Mannleg mistök ollu rafmagnsleysi í Seyðisfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. mar 2024 14:18Uppfært 27. mar 2024 14:19

Upp úr klukkan ellefu í morgun urðu mannleg mistök til þess að rafmagn fór af Seyðisfirði öllum. Svæðisvakt RARIK hefur nú þegar ráðið bót á og er rafmagn aftur komið á á öllum stöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðgeiri Guðmundssyni, sérfræðingi í stjórnstöð RARIK var verið að vinna í línunni milli Eyvindár á Egilsstöðum og inn á Seyðisfjörð í morgun þegar rafmagnið datt út.

„Þegar átti að taka út línuna vegna þeirrar vinnu urðu mistök til þess að línan datt út og rafmagnslaust var í kjölfarið. Viðgerðin nú er tímabundin af okkar hálfu en teymi frá Landsneti er í þessum töluðu að gera að fullu við línuna og það er gert ráð fyrir að því verði lokið einhvern tímann á milli klukkan 15 og 16 í dag. Þá verður hún sett á nýjan leik í eðlilegan rekstur.