Skip to main content

MAST fer fram á að lögregla rannsaki seiðadauða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. mar 2025 17:37Uppfært 25. mar 2025 17:38

Matvælastofnun hefur farið fram á lögreglan á Austurlandi rannsaki hvort fiskeldisfyrirtækið Kaldvík hafi gerst brotlegt við dýravelverðarlög þegar seiði voru sett út í of kaldan sjó síðasta haust þannig þau drápust í hrönnum.


Þetta kemur fram í tilkynningu MAST í dag. Fyrirtækið er ekki nefnt, en fram kemur að um sé að ræða brot fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum. Kaldvík er eina fyrirtækið með eldi á svæðinu.

RÚV greindi upphaflega frá málinu í byrjun árs. Samkvæmt RÚV drápust rúmlega 600 þúsund laxaseiði sem sett voru út í sjókvíar í Fáskrúðsfirði í nóvember og desember. Fyrirtækið gaf þá þær skýringar að vegna sníkjudýrs í haust og óveðurs hefði útsetning seiða frestast fram í nóvember.

Þá hefði sjávarhitinn lækkað hratt, úr 5 gráðum niður í 2,7 með fyrrnefndum afleiðingum. Verkferlum hafi síðan verið breytt.

Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að stofnunin telji brotin varða við ákvæði dýravelferðarlega. Þau séu alvarleg og hafði því verið óskað eftir lögreglurannsókn. Lögreglan á Austurlandi hefur málið til meðferðar en MAST veitir ekki frekari upplýsingar að sinni.