Með vegum skal land byggja en óvegum eyða

oddsskardsgong_fundur.jpg
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðarstofnunar, heldur erindi um þátt samgangna í þjóðfélagsbreytingum síðustu ára í Neskaupstað á morgun.

„Aðstæður á Austurlandi eru sérstakar að því leyti að með samgöngubótum væri hægt að tengja mörg lítil og mjög skýrt afmörkuð byggðarlög í eitt samfellt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúum,“ segir Þóroddur.

Hann hyggst leggja sérstaka áherslu á Austurland í fyrirlestrinum sem hefst klukkan 14:00 í Safnahúsinu.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.