Skip to main content

Með vegum skal land byggja en óvegum eyða

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. apr 2013 15:57Uppfært 08. jan 2016 19:24

oddsskardsgong_fundur.jpg
Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðarstofnunar, heldur erindi um þátt samgangna í þjóðfélagsbreytingum síðustu ára í Neskaupstað á morgun.

„Aðstæður á Austurlandi eru sérstakar að því leyti að með samgöngubótum væri hægt að tengja mörg lítil og mjög skýrt afmörkuð byggðarlög í eitt samfellt atvinnu- og þjónustusvæði með um tíu þúsund íbúum,“ segir Þóroddur.

Hann hyggst leggja sérstaka áherslu á Austurland í fyrirlestrinum sem hefst klukkan 14:00 í Safnahúsinu.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.