Meðalaldur á Austurlandi töluvert yfir því sem raunin er á landsvísu

Þann 1. janúar 2024 bjuggu 95 einstaklingar í Fljótsdalshreppi, 60 karlmenn og 35 konur, en þar ekki búið fleiri síðan árið 2009 samkvæmt nýrri aðferð Hagstofu Íslands við mannfjöldatalningar. Meðalaldur íbúa hreppsins að nálgast fimmta tuginn eða 47,1 ár nákvæmlega sem er langhæsti meðalaldur á Austurlandi.

Hagstofa Íslands hefur frá áramótum beitt nýrri aðferð við mat á mannfjölda í landinu. Alla tíð hefur sú talning aðeins tekið mið af lögheimilisskráningum á hverjum stað fyrir sig og samkvæmt þeim tölum var heildarfjöldi íbúa á Íslandi vel yfir 400 þúsund í byrjun ársins.

Nýja aðferðin hefur þó leitt í ljós töluverðar skekkjur í gömlu talningunum. Þær nýju taka aukreitis mið af skatta- og nemendagögnum og eiga að varpa raunsærra ljósi á hvort skráðir íbúar séu raunverulega með búsetu hérlendis. Með þeim hætti uppgötvaðist að Hagstofan hafði oftalið fólksfjölda í landinu um fimmtán þúsund einstaklinga og heildarfólksfjöldi því enn undir 400 þúsundum.

Nýju tölurnar gefa ekki aðeins tærari mynd af fólksfjölda í landinu heldur og nákvæmari tölfræði um íbúa tiltekinna svæða. Þar með talið meðalaldur, kynjaskiptingu og hversu stórt hlutfall íbúa hvers svæðis býr í bæjum eða sveitum. Við skoðun kemur í ljós að meðalaldur á öllu Austurlandi er nokkuð yfir meðaltalinu yfir allt landið sem var í byrjun árs 38,3 ár.

Samkvæmt endurskoðuðum tölunum er meðalaldur íbúa hvergi hærri austanlands en í Fljótsdalnum eða 47,1 ár sem er tæpum níu árum hærra en meðalaldurinn í landinu öllu. Íbúar Vopnafjarðar sömuleiðis töluvert yfir meðaltalinu á landsvísu en þar mælist hann 42,2 ár. Sömu sögu að segja um Múlaþing og Fjarðabyggð. Meðalaldur íbúa Múlaþings reynist vera 39,2 ár en það aðeins í Fjarðabyggð sem aldur íbúa er hvað næst landsmeðaltalinu eða 38,4 ár.

Aðeins í Fjarðabyggð er meðalaldur íbúa nokkurn veginn hinn sami og almennt á landsvísu. Annars staðar er meðalaldurinn hærri en gengur og gerist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.