Mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Lítils háttar kólígerlamengun hefur mælst í neysluvatni á Breiðdalsvík og eru viðkvæmir neytendur hvattir til að sjóða allt vatn sem neyta skal í varúðarskyni.

Þetta staðfestist við reglubundnar mælingar hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST) en magn örvera er það lítið að ekki er talin þörf á að allir sjóði sitt neysluvatn aðrir en viðvæmir einstaklingar. Það eru meðal annars börn yngri en fimm ára, fólk með viðkæmt ónæmiskerfi, fæðiofnæmi eða fæðuóþol og barnshafandi konur.

Orsök þessarar mengunar liggur ekki fyrir en stutt er síðan sambærileg en alvarlegri vatnsmengun mældist í næsta byggðakjarna frá Breiðdalsvík á Stöðvarfirði. Þar þurftu íbúar að gera sér að góðu að sjóða allt neysluvatn sitt um vikutíma yfir páskahátíðina.

HAUST mun áfram taka sýni úr vatnsbóli Breiðdælinga og orsaka mengunarinnar leitað. Tilkynnt verður um leið og hættan er liðin hjá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.