Skip to main content

Mennirnir fundnir heilir á húfi á jöklinum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. feb 2022 14:39Uppfært 15. feb 2022 14:42

Tveir erlendir menn sem sendu frá sér neyðarkall í gærkvöldi ofan af Vatnajökli eru fundnir heilir á húfi og björgunarsveitir á leið með þá til byggða.

Þetta fékk Austurfrétt staðfest hjá björgunarsveitarfólki en vel gekk að finna mennina þó veður væri ekki með besta móti en þeir höfðu sett inn leiðarlýsingu sína inn á vef SafeTravel áður en ferðin hófst. Var það björgunarsveit frá Hornafirði sem fann mennina upp úr hádegi.

Mennirnir eru þaulvanir útivistarmenn og hafa til dæmis áður þverað Ísland en ekki þverað jökul að vetralagi eins og hugmyndin var nú.