Menntaskólinn á Egilsstöðum áfram í Gettu betur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. feb 2011 13:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði Framhaldsskólann í Mosfellsbæ í spurningakeppninni Gettu betur í gærkvöldi, með 18 stigum gegn 7.
Þá sigraði Borgarhólsskóli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með 21 stigi gegn 13 og Fjölbrautaskóli Suðurnesja Fjölbrautaskólann við Ármúla með 16 stigum gegn 6. Það eru því Borgarholtsskóli, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Fjölbrautaskóli Suðurnesja sem komast örugglega áfram í aðra umferð, eftir keppnina á þessu fyrsta kvöldi. Verkmenntaskóli Austurlands keppir síðan við Menntaskólann í Kópavogi næsta föstudag 4. Febrúar klukkan 20:30 á Rás 2.