Metveiði í Selá enn eitt árið
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. sep 2010 08:25 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Metveiði var í Selá í Vopnafirði sjötta árið í röð. Útlit er fyrir að fleiri en tvö þúsund laxar veiðist þar þetta sumarið.
Veiðipressan greinir frá þessu. Þar segir að opnunin í lok júní hafi verið sú besta í sögunni og lax dreifst fljótt og vel yfir alla ána.
Laxateljari er í neðri fossi árinnar og þar hafa um 1900 laxar farið um. Það er óvenju mikið og eru menn því bjartsýnir á haustveiðina.
Laxateljari er í neðri fossi árinnar og þar hafa um 1900 laxar farið um. Það er óvenju mikið og eru menn því bjartsýnir á haustveiðina.