Metvika hjá Agl.is

Aðsókn á Agl.is hefur aldrei verið meiri en í seinustu viku þegar um 6.800 manns heimsóttu vefinn.

 

„Við erum afskaplega ánægð með þær viðtökur sem vefurinn hefur fengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri. „Aðsóknin endurspeglar það orð sem við heyrum um vefinn utan að okkur. Hann er orðinn fastur punktur í netrápi margra Austfirðinga.“

„Tölurnar eru kannski ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að netumferð dettur frekar niður á sumrin þegar fólk fer í sumarfrí og færri stórmál eru í umræðunni. Þessi aðsókn gerir ekkert annað en að blása okkur byr í brjóst fyrir næstu misseri.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.