Metvika hjá Agl.is
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. júl 2010 23:36 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Aðsókn á Agl.is hefur aldrei verið meiri en í seinustu viku þegar um
6.800 manns heimsóttu vefinn.
„Við erum afskaplega ánægð með þær viðtökur sem vefurinn hefur fengið,“
segir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri. „Aðsóknin endurspeglar það orð sem
við heyrum um vefinn utan að okkur. Hann er orðinn fastur punktur í
netrápi margra Austfirðinga.“
„Tölurnar eru kannski ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að netumferð dettur frekar niður á sumrin þegar fólk fer í sumarfrí og færri stórmál eru í umræðunni. Þessi aðsókn gerir ekkert annað en að blása okkur byr í brjóst fyrir næstu misseri.“
„Tölurnar eru kannski ekki síst merkilegar fyrir þær sakir að netumferð dettur frekar niður á sumrin þegar fólk fer í sumarfrí og færri stórmál eru í umræðunni. Þessi aðsókn gerir ekkert annað en að blása okkur byr í brjóst fyrir næstu misseri.“