Skip to main content

Miður góð byrjun á heitavatnsborunum á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. feb 2024 12:11Uppfært 06. feb 2024 12:11

Eftir töluverðar tafir við að fá jarðborinn Trölla til Djúpavogs til leitar að heitu vatni vildi ekki betur til en svo að loftpressa borsins gaf sig þegar aðeins var komið fjóra, fimm metra ofan í jörð.

Góðu heilli á Glúmur Björnsson, jarðfræðingur hjá HEF-veitum sem hefur umsjón með verkinu, ekki von á að töfin nú verði lengri en tveir til þrír dagar áður en boranir geta hafist á nýjan leik.

Það var byrjað að bora loks í gær en það gekk ekki betur en svo að loftpressa gaf sig eftir svona fjóra til fimm metra og við verum stopp síðan. Fréttirnar ekki betri en þetta því miður en sem betur fer ekki stórvægileg vandamál. Viðgerð hófst strax og ég á von á að við getum hafist handa á ný síðar í vikunni.

Miklar vonir eru bundar við boranirnar nú enda raunverulega í fyrsta skiptið sem hafist er handa við stóra tilraunaborholu á svæðinu. Könnunarholur hafa gefið ágæt fyrirheit um að nægilegt heitt vatn, allt að 80 gráðu heitt, finnist hugsanlega dýpra á þessu svæði. Verði það raunin munu íbúar loks njóta hitaveitu gangi allt eftir.l

Alvöru bor og alvöru dýpt en ekki ætti að taka langan tíma að komast á það dýpi þar sem rannsóknir benda til að heitt vatn finnist í vinnanlegu magni. Mynd Glúmur Björnsson