Skip to main content

Mikið auglýst eftir starfsfólki

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. júl 2010 12:48Uppfært 08. jan 2016 19:21

vinnumalastofnun_egilsstodum.jpgAtvinnuástand á Austurlandi virðist skána með hverjum mánuðinum sem líður, ef marka má atvinnuauglýsingar í fjórðungnum. Í auglýsingapésanum Dagskránni sem dreift er í hvert hús á Austurlandi fjölgar atvinnuauglýsingum talsvert. Á fimmtudaginn síðasta birtust 10 auglýsingar þar sem auglýst er eftir fólki til starfa. Í sumum þeirra er auglýst eftir óræðum fjölda starfsmanna. Ekki er víst að svo margar atvinnuauglýsingar hafi birst í sömu viku á Austurlandi síðan fyrri hluta ársins 2008.

 

 

Grípum niður í atvinnuauglýsingar í Dagskránni:

ISS auglýsir eftir starfsfólki við þrif á Höfn.

Subway á Egilsstöðum auglýsir eftir afgreiðslufólki.

Svæðisskrifstofa Austurlands auglýsir eftir starfsmanni sem veitir unglingum með sérþarfir liðveislu.

Íslenska Gámafélagið óskar eftir meiraprófsbílsjóra í afleysingar og framtíðarstarfsmönnum í ýmis störf.

Áhaldaleiga Austurlands óskar eftir starfsmanni í ýmis verkefni.

Fjarðabyggð auglýsir eftir bæjarstjóra. Menntun kostur en ekki skilyrði.

Alcoa Fjarðaál auglýsir eftir Raf- og véliðnaðarmönnum til starfa.

Fjarðabyggð auglýsir eftir afleysingardagsforeldri í Neskaupstað.

Fjarðabyggð auglýsir tvö framtíðarstörf með 100% og 60% stöðugildi í félagslegri heimaþjónustu.

Lostæti óskar eftir hressum og dugmiklum starfsmanni í mötuneyti.

 

Ljóst er að þótt atvinnulífið á Austurlandi virðist rétta úr kútnum eru blikur á lofti í mannvirkjagerð, eins og á fleiri landssvæðum. Þegar vegagerð í Skriðdal verður lokið á haustmánuðum er ljóst að engar nýframkvæmdir verða á vegum Vegagerðarinnar næstu árin. Því eru fyrirsjáanlegar uppsagnir fjölda starfsmanna við jarðvinnu með haustinu.

Þó er vert að minnast á ýmsar blikur á lofti í atvinnumálum er tengjast álveri Fjarðaáls. Má þar nefna yfirstandandi hundruð milljóna framkvæmdir við mengunarvarnir og fyrirhugaðar ráðningar 50-80 starfsmanna við kerfóðrun.

Einnig hefur Agl.is heimildir fyrir því að mögulegt sé að Fjarðaál ráðist í framkvæmdir við stækkun steypuskála fyrirtækisins, til að bæta framleiðslugetu hans.