Skip to main content

Mikið mætt á nýjum bæjarstjóra Fjarðabyggðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. apr 2023 10:40Uppfært 13. apr 2023 16:14

Það almennt ekki auðvelt að stíga inn í nýtt ábyrgðarmikið starf fyrir neinn einstakling og sýnu flóknara ef allra fyrstu viðfangsefnin í starfinu varða hamfarir og ofanflóð. Það einmitt verið raunin hjá Jónu Árnýju Þórðardóttur sem tók við bæjarstjórn Fjarðarbyggðar þann 3. apríl síðastliðinn.

Aðspurð segir Jóna Árný fyrstu vinnudagana hafa verið langa en hún þekki nokkuð til í sveitarstjórnarstörfum sem hafi hjálpað við að komast inni í helstu mál til að byrja með.

„Ég er bara á viku tvö en allt hefur þetta gengið afskaplega vel. Það vissulega sérstakt að koma inn í svona hlutverk við þær aðstæður sem hafa verið hér í gangi vegna snjóflóðanna en þessu hefur fylgt mjög mikið umfang og margir samstarfsaðilar og snertifletur sem huga hefur þurft að. En allt gengið vel og þá fyrst og fremst vegna þess að hér er svo gott fólk út um allt sem er boðið og búið að gera það sem þarf.“

Hún viðurkennir fúslega að stærsti hluti starfsins hingað til hafa tengst flóðahrinunum sem yfir gengu fyrir skömmu en hún sé hægt og rólega að koma sér inn í önnur veigamikil mál sveitarfélagsins.

„Mjög mikið af tímanum fer í alls kyns úrlausnarefni varðandi flóðin en ég hef líka reynt að setja mig vel inn í önnur mál. Gegnum fyrri störf þekki ég vel viðhald og verkefni sveitarfélagsins en svo eru viðfangsefnin innan þess mengis svo mörg og fjölbreytt. Starf bæjarstjóra er aldrei eitthvað eitt og það hefur verið ánægjulegt að vinna með starfsfólki sem vel þekkir til og hluti starfsins er að vinna náið með því fólki.“

Eins og nýtt starf bæjarstjóra við þessar kringumstæður sé ekki nóg fyrir eina manneskju þá er Jóna Árný einnig enn að sinna starfi framkvæmdastjóra Austurbrúar en því starfi hefur hún gengt um níu ára skeið. Nýr framkvæmdastjóri tekur ekki við þar fyrr en 1. júní.

„Ég á von á að sinna því starfi líka þangað til nýr framkvæmdastjóri tekur við en mér finnst líklegt að ég reyni að taka mér viku eða tvær í frí áður en að því kemur. En vinnudagarnir hafa vissulega lengst töluvert það sem af er þessum mánuði og verður líklega áfram um hríð.“