Mikið um of hraðan akstur á Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. ágú 2023 10:35 • Uppfært 01. ágú 2023 10:35
Stærstur hluti þeirra umferðarlagabrota sem skráð eru hjá lögreglunni á Austurlandi undanfarna viku eru vegna of hraðs aksturs.
Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar. Alls eru umferðarlagabrotin 84, þar af 62 vegna of hraðs aksturs.
Af öðrum brotum má nefna tengibúnað eftirvagna sem er ekki í lagi, farmur ekki tryggður nógu vel, öryggisbelti ekki notað, umferðarmerki ekki virt og ökutæki ekki lagt rétt.
Í tilkynningunni segir að þetta sé of mikið. Áfram verði því haldið öflugu eftirliti um allt Austurlandi næstu daga. Þá verður lögreglan einnig við eftirlit á hálendingu norðan Vatnajökuls.
Talsvert var af fólki á Austurlandi um síðustu helgi þar sem Franskir dagar og Bræðslan voru haldin. Dagarnir gengu vel hjá lögreglunni og engin stórmál komu upp.