Skip to main content

Mikið um umferðarlagabrot um helgina

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2023 09:20Uppfært 08. ágú 2023 09:25

Lögreglan á Austurlandi hafði í nógu að snúast vegna hraðaksturs um helgina. Hátíðahald gekk annars vel.


Þetta kemur fram í yfirliti frá lögreglunni eftir helgina. Áætlað er að íbúafjöldinn í Neskaupstað hafi tvöfaldast um helgina þar sem Neistaflug fór fram.

Almennt gekk hátíðin vel. Einhverjir pústrar komu upp þar sem lögregla skarst í leikinn en engar kærur hafa enn borist vegna líkamsárása.

Hins vegar voru 65 umferðarlagabrot skráð, sem er með allra mesta móti. Þar af voru 57 vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast keyrði var á 150 km/klst. Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við aksturs.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að öflugu umferðareftirliti verði haldið áfram næstu daga.