Skip to main content

Mikill viðkomubrestur hjá rjúpunni á Norðaustur- og Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. ágú 2023 09:28Uppfært 21. ágú 2023 09:29

Verulegur viðkomubrestur mælist í rjúpnastofnunum þetta sumarið á Norðaustur- og Austurlandi og vænta má þess að veiðistofninn í haust verði mun minni en vænst var.

Þetta eru niðurstöður ungatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands en þær sýna áframhaldandi hnignun um austanvert landið en sú hnignun hefur meira og minna mælst allar götur frá aldamótum.

Talið var í öllum landshlutum með hjálp sérþjálfaðra hunda og kom í ljós að aðeins voru 3,7 ungar kvenfugl á Norðausturlandi og 4,1 ungi per kvenfugl á Austurlandi. Það eru helmingi færri ungar á hvern fugl en eðlilegt getur talist en rjúpur verpa að meðaltali um 11 eggjum í sumarbyrjun. Austanlands reyndust 36 prósent kvenfuglanna ungalausir með öllu.

Meginástæða þessarar miklu hnignunar nú er kalt og blautt sumar og þá sérstaklega var júlímánuður leiðinlegur hér fyrir austan með töluverðum kuldum miðað við árstíma.

Náttúrufræðistofnunin segir ljóst að taka verði mið af þessari bágu stöðu þegar veiðistofn vetrarins verður ákveðinn eftir nokkrar vikur.