Milli 30-40 smit á dag
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. feb 2022 18:52 • Uppfært 15. feb 2022 18:54
Þrjátíu og fimm Covid-19 smit greindust á Austurlandi síðasta sólarhring. Þetta er i takt við þá þróun sem verið hefur síðastliðna viku.
Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi segir að 30-40 manns hafi greinst með smit hvern dag undanfarna viku sem orðið sé til þess að 140 manns séu nú í einangrun. Útbreiðsla smita sé talverð í umdæminu og leggist nokkuð jafnt á byggðakjarna.
Ítrekað er að þótt létt hafi verið á takmörkunum þá gildi það eftir sem áður að þeir einstaklingar sem finni til einkenna haldi sig heima, fari í sýnatöku og bíði niðurstaðna áður en áfram sé haldið.
„Við virðumst á lokametrunum en ekki komin í mark. Förum varlega þangað til.“