Minningarstund í Norðfjarðarkirkju í kvöld
Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju í kvöld. Áfallamiðstöð er áfram opin í félagsheimilinu Egilsbúð meðan samfélagið vinnur úr sviplegum atburðum síðustu viku.Vika er í dag síðan fjölskyldufaðir á fertugu fórst af voðaskoti á Vesturöræfum. Á fimmtudag fundust hjón á áttræðisaldri látin í heimahúsi. Einn er í haldi grunaður um að vera valdur að andláti þeirra.
Minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju klukkan 18:00 í kvöld. Eftir athöfnina verður áfallamiðstöðin í Egilsbúð opnuð. Þar getur fólk komið til að fá samtal og sálrænan stuðning. Miðstöðin verður einnig opin frá 16-19 á morgun.
Þess utan er bent á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem er opinn allar sólarhringinn. Einnig er hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hafa samband við presta í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..