Skip to main content

Minningarstundir haldnar í kjölfar banaslyss

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. ágú 2024 08:53Uppfært 22. ágú 2024 08:54

Boðað hefur verið til minningarstundar í Norðfjarðarkirkju í kvöld í kjölfar banaslyss á Vesturöræfum á þriðjudag. Sérfræðingar úr áfallateymi Austurlands eru til taks.


Kyrrðarstund var haldin í Heydalakirkju í Breiðdal í gærkvöldi og minningarstund verður haldin í Norðfjarðarkirkju klukkan 18:00 í kvöld. Fagaðilar frá Rauða krossinum og HSA verða einnig á staðnum. Í Norðfjarðarkirkju bjóða prestar áfram í dag upp á samtöl við þau sem eiga um sárt að binda.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að samfélagið á Austurlandi sé í sameiningu að takast á við og vinna úr miklu áfalli. Karlmaður á fertugsaldri lést er hann varð fyrir voðaskoti á gæsaveiðum á Vesturöræfum á þriðjudagsmorgun.

Fram kemur að fjölmargir aðilar komi að áfallaviðbragðinu, svo sem prestar, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Rauði krossinn, félagsþjónusta sveitarfélaga og aðrir sérfræðingar.

Bent er að á hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem er opinn allar sólarhringinn. Hafa má samband við geðheilbrigðisteymi HSA með að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við presta á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við félagsþjónustuna má tengjast með að hringja í aðalsímanúmer Fjarðabyggðar, 470-9000 eða senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..