Minnka tilgreint verndarsvæði í byggðinni á Djúpavogi

Samþykkt hefur verið að minnka það svæði á Djúpavogi sem lengi vel hefur verið sérstaklega tilgreint sem verndarsvæði í byggð. Þar með fellur meðal annars gamla kirkjan í bænum út af því svæði

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti tillögu þessa efnis um síðustu mánaðarmót og heimstjórn Djúpavogs gerði engar athugasemdir við tillöguna í síðustu viku. Sveitarstjórn mun því að öllum líkindum endanlega samþykkja þegar sú fundar síðar í dag.

Skiptar skoðanir hafa verið um þessi svokölluð „verndarsvæði í byggð“ á Austurlandi en það var á Djúpavogi 2017 sem fyrsta slíka svæðið á landsvísu var staðfest en lög þess efnis voru fyrst samþykkt á Alþingi 2015. Þeim lögum ætlað að tryggja vernd og varðveislu þeirra svæða í byggð sem hafa sérstakt gildi vegna sögu, minja, bygginga eða annars þess sem sérstaklega merkilegt getur talist í byggðasögulegu samhengi.

Gagnrýnisraddir á slík svæði hafa gjarnan komið frá íbúum hvers hús eða eignir falla innan umræddra svæða en stórhertar reglur gilda um allar breytingar sem ráðgerðar eru á húsnæði eða landi innan þeirra marka. Það var og reyndin á Djúpavogi þar sem stöku íbúar voru ósáttir við að geta ekki framkvæmt eitt og annað sem íbúar í öðrum hverfum fá jafnan frjálsar hendur með. Innan slíkra svæða er óheimilt að breyta eða byggja við húsnæði eða raska görðum eða útliti lóðar án sérstaks leyfis frá bæjaryfirvöldum sem í þessu tilfelli er Múlaþing.

Breytingin nú felur í sér að afmörkun svæðisins verður minnkað úr 7,5 hekturum áður í 6,9 hektara nú en það merkir að ein þrjú íbúðarhús auk hinnar gömlu Djúpavogskirkju verða ekki lengur innan verndarsvæðisins. Nánar tiltekið er suður og suðvesturhluti afmörkunar felldur út en á því svæði eru auk kirkjunnar lóðirnar Steinar 1, Steinar 3 og Hammersminni 2.

Verndarsvæðið á Djúpavogi eftir að breytingarnar ganga í gegn sjást á þessari mynd frá verkfræðistofunni Eflu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.