Hugsanleg fækkun Covid-smita í samfélaginu austanlands
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. mar 2022 16:42 • Uppfært 22. mar 2022 16:44
Alls reyndust 575 þeirra 740 hraðprófa sem tekin voru í síðustu viku jákvæð en aðgerðastjórn almannavarna telur að ýmislegt bendi til að Covid-smitum sé almennt að fækka í samfélaginu austanlands.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn en þar kemur jafnframt fram að nokkrum erfiðleikum sé bundið að ráða mjög mikið í tölurnar. Það helgast ekki síst af því að þeim fækkar aðra vikuna í röð sem tóku próf.
Aðgerðastjórn ítrekar fyrir þeim er hafa minnstu einkenni að fara afar varlega kringum einstaklinga í viðkvæmri stöðu en nokkuð hefur verið um smit meðal íbúa á hjúkrunarheimilum upp á síðkastið.