Skip to main content

Mótorhjólaslys í Mjóafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. júl 2024 10:17Uppfært 31. júl 2024 10:19

Slys varð um miðjan dag í gær á Mjóafjarðarvegi þegar ökumaður bifhjóls féll þar í beygju með þeim afleiðingum að hjólið féll ofan á viðkomandi.

Viðkomandi ökklabrotnaði og hlaut skrámur en samkvæmt upplýsingum lögreglu sem á staðinn kom voru meiðslin ekki alvarleg. Hjálpaði þar eflaust til að í bifreið á eftir hjólinu þegar slysið átti sér stað reyndust vera tveir læknar á ferðalagi sem komu ökumanni bifhjólsins strax til aðstoðar meðan beðið var sjúkrabíls.

Viðkomandi var í kjölfarið fluttur undir læknishendur í sjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Á meðfylgjandi mynd frá Visit Austurland má sjá tiltölulega krappar beygjurnar upp á Mjóafjarðarheiðina en þar átti slysið sér stað.