Múlaþing: Framsókn og VG vinna fulltrúa

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í Múlaþingi heldur og gott betur en það, bætir við sig. Vinstrihreyfingin – grænt framboð bætir við sig fulltrúa á kostnað Austurlista og Framsóknarflokkur vinnur einn frá Sjálfstæðisflokki.

Úrslit úr Múlaþingi lágu fyrir skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Talning gekk hratt fyrir sig þegar hún komst af stað en hún tafðist þar sem tíma tók að stemma af kjörsóknartölur.

Á kjörskrá voru 3.663. 2.427 greiddu atkvæði sem gerir 66,3% kjörsókn. Kjörsókn árið 2020 var 63,47%

Framsóknarflokkur: 587 atkvæði, 24,2%, 3 fulltrúar. Framboðið fékk 19,2% og 2 fulltrúa 2020.
Sjálfstæðisflokkur: 684 atkvæði, 28,2%, 3 fulltrúar. Framboðið fékk 29,3% og 4 fulltrúa 2020.
Austurlisti: 470 atkvæði, 19,4%, 2 fulltrúar. Framboðið fékk 27,2% og 3 fulltrúa 2020.
Miðflokkur: 207 atkvæði, 8,5%, 1 fulltrúi. Framboðið fékk 11% og 1 fulltrúa 2020.
Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 392 atkvæði, 16,2%, 2 fulltrúar. Framboðið fékk 13,4% og 1 fulltrúa 2020.

Auðir seðlar: 75
Ógildir: 3

Samkvæmt útreikningum Austurfréttar hefði næsti maður inn verið fjórði fulltrúi Sjálfstæðisflokks á kostnað þriðja fulltrúa Framsóknarflokks. Töluverð breyting hefði þó þurft að verða til þess.

Kjörnir fulltrúar

Framsóknarflokkur:
Jónína Brynjólfsdóttir
Vilhjálmur Jónsson
Björg Eyþórsdóttir

Sjálfstæðisflokkur
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Ívar Karl Hafliðason
Guðný Lára Guðrúnardóttir

Austurlisti
Hildur Þórisdóttir
Eyþór Stefánsson

Miðflokkur
Þröstur Jónsson

Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Helgi Hlynur Ásgrímsson
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.