Skip to main content

Múlaþing sendir Grindvíkingum hlýjar kveðjur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jan 2024 10:58Uppfært 16. jan 2024 10:59

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings hefur fyrir hönd sveitarfélagsins sent íbúum Grindavíkur kveðjur með hlýjar kveðjur með ósk um þeim náttúruhamförum sem staðið hafa á svæðinu linni nú.

„Fyrir hönd Múlaþings sendast hér með hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Hugur okkar er hjá ykkur sem hafið þurft að glíma við mikla erfiðleika og óvissu á undanförnum mánuðum og dáumst við af þeim samstöðumætti er ríkir í ykkar samfélagi. Við óskum þess innilega að þær náttúruhamfarir er hafa átt sér stað í ykkar nærumhverfi taki nú enda og að þið náið að byggja upp ykkar ágæta samfélag að nýju,“ skrifar Björn.