Skip to main content

Myglusveppur: Ekkert fannst á leikskólanum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2013 14:47Uppfært 08. jan 2016 19:23

skogarland_leikskoli_egs.jpg
Engin ummerki hafa fundist um myglusvepp á leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum. Þeirra hefur þó verið leitað þar sem skólinn var byggður af ÍAV líkt og hverfið Votihvammur þar sem ráðast þarf í endurbætur á hverri einustu íbúð.

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, staðfesti að HAUST hefði verið kallað til sýnatöku í skólanum. Veggir og loft hefðu þar verið opnuð en ekki nein fundist nein ummerki um myglu. 

Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir á skólanum til að bæta loftræstingu á svæðum þar sem helst gæti myndast raki og mygla. Ekki var heldur notaður birkikrossviður í leikskólann en hann hefur verið talið helsta vandamálið í Votahvammi.

Tekin voru sýni sem send hafa verið í ræktun. Niðurstöður úr þeim liggja ekki enn fyrir en menn reikna ekki með að finna ummerki um myglusvepp í þeim. Sá varnagli var þó sleginn að ef menn ætluðu að leita að sér allan grun þyrfti að taka mun stærra sýni en gert var.