Skip to main content

Ný Norðfjarðargöng tilbúin 2015?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2010 23:42Uppfært 08. jan 2016 19:21

Ný Norðfjarðargöng verða tekin í notkun árið 2015 og íslenskum sveitarfélögum verður fækkað verulega á næstu árum. Þetta kemur fram í framtíðarsýn samgöngumálaráðherra sem kynnt var í dag.

 

klm_2.jpgÞar er gert ráð fyrir að framkvæmdum við Norðfjarðargöng ljúki árið 2015. Samgöngumiðstöð í Reykjavík á að taka í notkun um mitt ár 2012 og flugstöðin á Akureyri á að verða að samgöngumiðstöð á sama tíma. Gerð Vaðlaheiðarganga á að hefjast á næsta ári og strandsiglingar eiga að hefjast á ný.

Í greinargerð með áætluninni segir að samgöngur er gert ráð fyrir breyttri fjármögnun framkvæmda, til dæms vegtollum í ákveðinn tíma, að félagshagfræðilegum aðferðum verði beitt við forgangsröðum verkefna, almenningssamgöngur verði efldar, öryggi aukið og áhersla lögð á umhverfisvænari samgöngur. Þar er bæði heitið stuðningi við rannsóknir á repjuolíu og að árið 2020 verði öll olía skipaflotans blönduð vistvænu eldsneyti.

Í framtíðarsýn ráðherrans er gert ráð fyrir að sveitarfélög landsins verði 20 árið 2022 og verkaskipting ríkis- og sveitarfélaga verði breytt, meðal annars með flutningi á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga á næsta ári og málefnum aldraðra árið 2012.

Nánar má lesa um framtíðarsýn og stefnumótunina á vef sasmgöngumálaráðuneytisins.