Ný plata Miri: Fólk virðist fíla þetta

Austfirska hljómsveitin Miri heldur útgáfutónleika sína í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld. Hljómsveitarmeðlimir eru ánægðir með þær viðtökur sem breiðskífan Okkar hefur fengið síðan hún kom út í júlí.

 

„Fólk virðist fíla þetta. Við fórum smá túr um landið í sumar og platan virtist alltaf seljast þegar fólk var búið að sjá okkur,“ sagði gítarleikarinn Óttar Brjánn Eyþórsson í samtali við Agl.is.

Platan kom út í júlí og hefur síðan fengið mjög góða dóma, bæði í Morgunblaðinu og Iceland Review. „Í dómunum hefur verið komið inn á þætti sem við erum með ánægðir með. Við erum afskaplega þakklátir upptökustjóranum (Curver Thoroddsen) fyrir hjálpina. Hann á stóran þátt í því hvernig platan hljómar.“

Hljómsveitin gaf út litla plötu árið 2005. Óttar segir að síðan hafi hljómsveitin færst „fjær hinu hefðbundna post-rokki,“ stíllinn sé orðinn „harðari, hraðari og fjölbreyttari.“

Tónleikarnir í kvöld fara fram í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Húsið opnar klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur. Auk Miri koma fram Bergur Ebbi, Snorri Helga og Loja.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.