Skip to main content

Náðu í fólk úr sjö bifreiðum sem festust á Breiðdalsheiði og Öxi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. okt 2023 17:11Uppfært 13. okt 2023 09:19

Björgunarsveitir frá Djúpavogi, Héraði og Breiðdalsvík komu fyrr í dag ökumönnum og farþegum sjö bifreiða til aðstoðar eftir að bílarnir festust í snjó og krapa á Breiðdalsheiði og Axarvegi.

Að sögn Inga Ragnarssonar hjá björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi gekk fljótt og vel að koma fólkinu til aðstoðar og engin slys á fólki. Báðir vegir voru skráðir ófærir á vef Vegagerðarinnar tiltölulega snemma í dag en þeim ekki lokað formlega.

„Þetta var aðallega á Breiðdalsheiðinni þar sem fimm bílar sátu fastur í viðbót við þrjá sem festust á veginum yfir Öxi. Þarna var töluverð úrkoma og nokkur krapi og snjór og nú búið að girða alveg fyrir að hægt sé fara þessar leiðir að svo stöddu.“

Áfram verður úrkoma til fjalla frameftir kvöldi samkvæmt nýjustu spá Veðurstofu Íslands en Vegagerðin metur stöðuna snemma í fyrramálið hvað mokstur varðar.

Færð hefur spillst nokkuð víða síðasta sólarhringinn á Austurlandi og áfram verður ofankoma fram eftir kvöldi. Mynd úr safni