Nálgast 800 metra dýpt á Djúpavogi en ekki bólar á nógu heitu vatni

Borun eftir heitu vatni við Djúpavog hélt meira og minna áfram yfir alla páskana og bormenn nú komnir langleiðina á 800 metra dýpi án þess þó að finna nægilega heitt vatn.

Óljóst er hversu lengi verið borað áfram á viðkomandi stað. Samkvæmt uppfærslum á verkgangi á vef HEF veitna hefur markmiðið verið síðustu dægrin að halda borun áfram á meðan hitastig fer hækkandi en endurmeta stöðuna við 800 metrana. Síðasta hitamæling var gerð fyrir helgi á um 680 metra dýpi en sú mæling sýndi aðeins 52° hita sem er nokkuð fjarri því sem þarf til og ekki mikið hærri hiti en mældist rúmum tveimur vikum áður á rétt rúmlega 500 metra dýpi þegar hitinn mældist 43°C.

Borun hefur gengið hægt reyndar síðustu sólarhringa og menn aðeins komist um 20 metra niður hvern dag en bergið sem borinn hefur verið í að undanförnu skiptist í mjög hart berg og aðeins mýkri lög þar á milli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.