Skip to main content

Nauðsynlegt að skila gögnum tímanlega fyrir umsóknir um leyfi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. apr 2022 08:27Uppfært 01. apr 2022 08:31

Framkvæmdaaðilar í Múlaþingi eru minntir á að skila öllum gögnum sem þarf til að sækja um byggingar- og framkvæmdaleyfi tímanlega þannig leyfin fáist útgefin í tíma.


Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs. Þar segir að í allnokkrum tilfellum hafi sveitarfélagið samþykkt byggingaráform en ekki gefið út byggingarleyfi þar sem framkvæmdaaðilar hafi ekki skilað öllum gögnum eða staðfestingum sem þurfi til áður en leyfi séu gefin út.

Ráðið brýnir því þá sem hyggja á framkvæmdir að nýta tímann í aðdraganda vors til að ljúka undirbúningi og skila gögnum þannig hægt sé að gefa leyfi út tímanlega.

Ekki sé heimilt að hefja framkvæmdir áður en leyfi liggi fyrir og er látið skína í að sveitarfélagið stöðvi framkvæmdir sem fari af stað of snemma.