Neisti 100 ára: „Það er ærin ástæða til að fagna”

Heilmikil veisluhöld verða í Hótel Framtíð á Djúpavogi næstkomandi sunnudag í tilefni 100 ára afmælis ungmennafélagsins Neista.

Í tilefni tímamótanna er öllum boðið í afmælisköku, kaffi og kakó á hótelinu klukkan 15:00, en þar verður sögu félagsins gerð skil með lifandi og skemmtilegum hætti. Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs, hefur setið í sérstakri afmælisnefnd sem sett var á laggirnar í undirbúningi afmælisins.

„Það er ærin ástæða til að fagna þessum merka viðburði. Ýmislegt skemmtilegt verður á dagskránni, svo sem mynda- og sögusýning, frumsýning nýrrar afmælistreyju Neista, úrslit nafnasamkeppni nýja húsnæðis Neista, auk þess sem dagatal afmælisársins verður kynnt og fleira. Þá verður varningur sem sérstaklega var hannaður í tengslum við afmælisárið til sölu,” segir Greta Mjöll.


Neisti hefur aðkomu að fjölmörgu yfir árið
Greta Mjöll segir tilvalið að nýta tilefni sem þetta til þess að benda á alla þá góðu hluti sem ungmennafélagið geri í samfélaginu.

„Starf Neista snýst um svo miklu meira en að þjálfa börn eftir hádegi. Það eru mýmargir viðburðir yfir árið sem Neisti sér um. Fyrir utan alla íþróttaþjálfun og viðburði í tengslum við hana stendur Neisti til dæmis fyrir árlegri spurningakeppni fyrirtækja á Djúpavogi, sér um hreyfivikuna sem alltaf er tekin alvarlega á Djúpavogi, félagið er oft með einhverja viðburði í tengslum við Hammondhátíð, sér alltaf um 17. júní hátíðarhöld og áramótabrennu, jólabingó svo eitthvað sé nefnd,” segir Greta Mjöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.