Neskaupstaður sex mánuðum síðar – Myndir

Í dag er hálft ár liðið síðan snjóflóð úr Nesgili á íbúðarhús við göturnar Starmýri og Hrafnsmýri. Skemmdir urðu á húsum, bílum og fleiri eigum en íbúar sluppu án teljandi meiðsla.

Fyrst féll flóð á svokölluðu Mánasvæði, innan við snjóflóðavarnagarða bæjarins. Svæðið er kennt við húsið Mána sem eyðilagðist í snjóflóðunum í desember 1974. Þar fórst móðir og tveir ungir synir hennar. Alls létu tólf manns lífið í þeim náttúruhamförum.

Skömmu síðar, eða um klukkan kortér í sjö að morgni mánudagsins 27. mars, féll flóðið úr Nesgili. Þungi þess lenti á tveimur fjölbýlishúsum, Starmýri 17-19 og 21-23. Þar komst fólk út við illan leik.

Sama dag féll snjóflóð úr Bakkagili og sem stöðvaðist skammt ofan við húsin sem standa við Gauksmýri. Fleiri snjóflóð féllu næstu daga en ógnuðu ekki byggð.

Á mánudeginum féll einni snjóflóð sem eyðilagði sumarhús skammt utan við þéttbýlið í norðanverðum Seyðisfirði. Snjóflóðahætta var á Austfjörðum nær alla vikuna og þurftu hundruð manns að rýma heimili sín.

Fljótlega eftir að hættunni létti var hafist handa við að lagfæra skemmdirnar í Neskaupstað. Sú vinna hefur almennt gengið vel fyrir sig. Austurfrétt leit við á svæðinu nýverið og kannaði hvernig þar er umhorfs samanborið við hvernig var þar 27. mars síðastliðinn.

Myndirnar frá 27. mars eru til vinstri en nýjar myndir til hægri. Hægt er að bera þær betur saman með að renna stikunni sem skilur þær að í miðju til hliðanna. Myndir frá 27. mars: Landsbjörg/Hlynur Sveinsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.