Neyðast til að reisa sín eigin starfsmannahús hjá Skógarafurðum

Eftir linnulitla en alls árangurslausa leit að leiguhúsnæði fyrir starfsmenn sína frá því snemma vetrar hafa eigendur Skógarafurða í Fljótsdal gripið til þess ráðs að kaupa inn tilbúin einingarhús til að bjarga málunum.

Það gömul saga og ný að húsnæðisskortur á öllu Austurlandi er stórt vandamál hjá mörgum fyrirtækjum sem þurfa á auknum mannskap að halda. Sum þeirra gripið til þess ráðs að reisa sín eigin hús sökum þess eins og til dæmis Síldarvinnslan í Neskaupstað. Líklega er þó fyrirtækið Skógarafurðir eitt allra minnsta fyrirtækið sem fer þessa leiðina.

Forsprakki þess, Bjarki Jónsson, segir neyð eina ástæðu þess að fyrirtækið hefur keypt tvö einingahús erlendis frá og ætlar að koma þeim upp á starfssvæði fyrirtækisins fyrir vorið.  

„Við fórum að leita hér á stóru svæði að leiguhúsnæði fyrir starfsfólkið okkar tiltölulega snemma í vetur en komum alls staðar að lokuðum dyrum og ekkert fannst þrátt fyrir mikla og langa leit. Jafnvel þegar við fundum eitthvað laust þá voru eigendurnir gjarnan að bíða með að leigja sitt fram í maímánuð og auglýsa þá laust í skammtímaleigu enda væri meira upp úr því að hafa. Það varð fljótlega ljóst að til einhvers ráðs þyrfti að grípa og því festum við kaup á tveimur frístundahúsum í einingum og ætlum að setja þau upp um leið og þau koma til landsins. Við setjum þau upp og notum okkar eigið efni til að klæða húsin og þau verða tilbúin með vorinu í síðasta lagi ef allt gengur vel.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.