Skip to main content

Neysluvatn á Borgarfirði eystri mengað af kólígerlum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. okt 2023 15:19Uppfært 03. okt 2023 15:24

Íbúar á Borgarfirði eystri þurfa að sjóða allt neysluvatn eftir að í ljós kom að vatnið á staðnum er mengað af kólígerlum.

Þetta kom í ljós við reglubundið eftirlit með neysluvatninu af hálfu HEF en frekari sýnataka stendur nú yfir og mun  fyrirtækið kynna niðurstöður þeirra strax og þær liggja fyrir.

Kólígerlamengun gefur til kynna að saur frá fólki eða dýrum hefur komist í vatnið og því þörf á að sjóða allt neysluvatn en þess þarf að gæta að bullsjóða í hvert sinn. Mengunin er að öðru leyti innan marka svo ekki þarf að gera ráðstafanir ef nota á vatnið til annarra nota en neyslu.

Íbúum bent á að fylgjast áfram með tilkynningum á vef HEF hér.