Ánægjulegir dagar að baki
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. maí 2010 20:25 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans, segir ánægjulega kosningabaráttu að baki hjá framboðinu þar sem víða hafi verið komið við. Hún segir margt spennandi að gerast á Fljótsdalshéraði og íbúar séu „býsna bjartsýnir þrátt fyrir erfiða tíma.“ Skólamál brenna á fólki.
„Það skiptir mjög miklu máli fyrir starfið í skólunum að nemendur og starfsfólk búið við öryggi. Við munum standa þétt við bakið á öllum skólum á svæðinu enda er það mikilvægt byggðamál að leggja ekki niður skóla.“Hún segir að úrslit kosninganna í dag skipti miklu máli fyrir næstu ár í sveitarfélaginu því verðandi bæjarfulltrúar verði að átta sig á ábyrgð sinni og taki á fjármálum sveitarfélagsins af festu.