Skip to main content

Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2024 10:37Uppfært 26. apr 2024 10:39

Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.

Mengun þessi er eingöngu í húsum við Strandarveg og engin hætta talin á að mengunin dreifist víðar í vatnskerfi bæjarbúa en talið er að orsakanna megi rekja til bræðslu Síldarvinnslunnar við þá götu.

Íbúar og starfsmenn í götunni hvattir til að láta vatn renna sé þess kostur til að hreinsa út og skola lagnir. Verði fólk vart við aukna mengun eða lykt skal hafa samband við HEF-veitur umsvifalaust.

Af hálfu HAUST verða fleiri sýni tekin í götunni í dag en niðurstöður þeirra verða ekki ljósar fyrr en á mánudaginn kemur í fyrsta lagi.