Skip to main content

Nýkjörin bæjarstjórn Fjarðabyggðar á fyrsta fundi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. jún 2010 23:36Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að afloknum sveitarstjórnarkosningum 29. maí síðasliðinn var haldinn í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði í dag mánudag 21. júní  klukkan 16:00. 

baejarstjorn_fjardarbyggdar_psor.jpgGuðmundur Þorgrímsson starfsaldursforseti nýkjörinnar bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði honum fram að kjöri nýs forseta bæjarstjórnar.

Jón Björn Hákonarson var kjörinn forseti bæjarstjórnar, samhljóða og tók hann við stjórn fundarins. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jens Garðar Helgason og annar varaforseti Elvar Jónsson.

Aðalmenn í bæjarráði voru kjörnir Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður og  Elvar Jónsson.

Fundargerð fundarins.