Nýkjörin bæjarstjórn Fjarðabyggðar á fyrsta fundi
Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar Fjarðabyggðar að afloknum sveitarstjórnarkosningum 29. maí síðasliðinn var haldinn í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði í dag mánudag 21. júní klukkan 16:00.Guðmundur Þorgrímsson starfsaldursforseti nýkjörinnar bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði honum fram að kjöri nýs forseta bæjarstjórnar.
Jón Björn Hákonarson var kjörinn forseti bæjarstjórnar, samhljóða og tók hann við stjórn fundarins. Fyrsti varaforseti var kjörinn Jens Garðar Helgason og annar varaforseti Elvar Jónsson.
Aðalmenn í bæjarráði voru kjörnir Jens Garðar Helgason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður og Elvar Jónsson.