Skip to main content

Uppfært: Norðfjarðargöng opin en lögregla stýrir umferð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jún 2025 16:51Uppfært 18. jún 2025 18:06

Norðfjarðargöngum, milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, var lokað um klukkan 15:50 eftir að eldur kom upp í bíl við Norðfjarðará. Göngin voru opnuð á ný um klukkan 18 en lögregla stýrir umferð þar sem aðeins önnur akreinin er opin þar sem bíllinn er. Ökumenn eru því beðnir um að keyra þar um með gát.


Atvikið átti sér stað skammt fyrir ofan brúna yfir Norðfjarðará. Um var að ræða vörubíl við vegmálun á vegum verktaka fyrir Vegagerðina. Í bílnum er talsvert af olíu sem þarf að tæma úr honum, nú þegar búið er að slökkva í honum. Óvíst er hvnær því verki lýkur. Eldurinn var þó nokkuð en vel gekk að slökkva hann, eftir því sem næst verður komist.

Bílaraðir mynduðust beggja vegna við óhappið. 

Myndir: Aðsendar

nordfjardarvegur eldur bilalest eski