Skip to main content

Norðfjarðargöng þrifin

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. apr 2023 09:46Uppfært 21. apr 2023 09:47

Vegfarendur um Norðfjarðargöng í dag eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi þar sem verið er að þrífa göngin.


Þetta kemur fram í yfirliti frá Vegagerðinni. Almennar leiðir á Austurlandi eru greiðfærar. Víða hafa þó sést hópar af hreindýrum við vegi og því þarf að fara varlega.

Í Skriðdal er öxulþungi takmarkaður við tíu tonn en sjö tonn á Öxi. Þar er einnig varað við ósléttum vegi. Utan Eskifjarðar er skarð í veginum eftir leysingar.