Norðfjörður: Menn eru að tala um að baka brauð: Myndir

nesk_29012013.jpg
Nokkuð er farið að bera á vöruskorti í verslunum í Neskaupstað en ófært hefur verið yfir Oddsskarð síðan á sunnudag. Mjög hvasst var í bænum aðfaranótt sunnudags. Snjóflóðahætta er á Austfjörðum enda mikil ofankoma verið síðustu daga.
 
„Menn eru að tala um að baka brauð heima hjá sér hérna núna,“ segir Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir, fréttaritari Austurfréttar í Neskaupstað. Þar eru brauðhillur og mjólkurkælar verslana teknir að tæmast en ófært hefur verið yfir Oddsskarð síðan á sunnudag. Mjög hvasst var í bænum aðfaranótt mánudags. Tré og flaggstöng voru meðal þess sem létu undan í látunum.

Veðurstofan telur hefur lýst yfir óvissuástandi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. „Töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. Krapi er í byggð en ofan við 300 metra er snjór þurr.“

Spáð er áframhaldandi úrkomu næsta sólarhringinn en á miðvikudag á að létta til. Veðurstofan varar þó við óstöðugleika áfram í snjónum eftir að úrkoma hættir.

Mesta úrkoma á landinu í dag hefur mælst á Fáskrúðsfirði, rúmir 47 millimetrar. Tæplega 45 millimetra úrkoma hefur verið á Eskifirði og yfir 36 millimetrar í Neskaupstað. Mesti vindhraði sem mælst hefur á hálendi Íslands í dag mældist á Gagnheiði, tæpir 29 m/s.

Spáð er norðaustan átt, 10-15 m/s á Austfjörðum og slyddu eða snjókomu á Austfjörðum í kvöld.
 
nesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.