Norsku skipi hjálpað til hafnar á Eskifirði

Varðskipið Freyja aðstoðaði í gær norska loðnuveiðiskipið Svanaug Elise til hafnar á Eskifirði eftir að skipið fékk í skrúfuna við veiðar austur af landinu.

Frá þessu er greint í frétt frá gæslunni.

Skipið óskaði eftir aðstoð um kvöldmat á laugardag eftir að hafa fengið veiðarfærið í skrúfuna. Freyja hefur undanfarna daga verið á loðnumiðunum austur af landinu við eftirlit og gat því brugðist skjótt við.

Á tíunda tímanum var línu skotið yfir í norska skipið og dráttartaug fest. Um miðnætti hafði áhöfn norska skipsins tekið nótina um borð og var þá haldið til Eskifjarðar.

Siglingin þangað gekk vel, sem og að koma skipinu að bryggju, en það var tekið að síðu varðskipsins. Verkinu var lokið upp úr hádegi í gær. Svanaug er enn við bryggju á Eskifirði en Freyja er komin aftur á miðin.

Mynd: Landhelgisgæslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.