Orkumálinn 2024

Nýr bátur til Vopnafjarðar

Nýr bátur Hildur GK 117 kom um síðustu helgi til heimahafnar á Vopnafirði í fyrsta sinn.  Báturinn er búinn til línu og handfæraveiða.

hildur_gk117.jpgÞað er útgerðarmaðurinn Heiðar Kristbergsson sem festi kaup á bátnum Hildi GK 117 frá Festi í Grindavík.  Báturinn sem er yfirbyggður er útbúinn til línu og handfæraveiða.   Hann er af gerðinni Cleopatra 38, árgerð 2003 og er með 455 hestafla Volvo Penta vél, búinn beitningavél og getur tekið um 10 tonn af fiski í lest, eins og segir á fréttavef Vopnafjarðar.  Vopnfirðingar fjölmenntu niður að höfn til að taka á móti bátnum og fagna honum, enda ekki á hverjum degi sem atvinnutækifærum fjölgar á Vopnafirði.

Á vef Vopnafjarðarhrepps segir að þetta séu mikil tíðindi í litlu sjávarplássi og dagurinn sem báturinn kom til heimahafnar sé sérlega ánægjulegur fyrir þær sakir að vopnfirðingum gefst ekki oft tækifæri til að fagna nýjum báti.  , mun minnsti bátur Heiðars verða seldur en Hólminn verða hér áfram. Kvóta þarf útgerðin að mestu að leigja en dugnaðarforkurinn Heiðar vílar ekki fyrir sér að hella sér útí slaginn með góða pilta til beggja handa - og landa afla sínum á Vopnafirði. Árnaðaróskum er hér með komið á framfæri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.