Skip to main content

Nýr slökkvibíll til Vopnafjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. maí 2010 20:07Uppfært 08. jan 2016 19:21

Á uppstigningadag var formlega afhentur nýr slökkvibíll á Slökkvistöð Vopnafjarðar. Bíllinn var keyptur í samstarfi Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða ohf. (ISAVIA) og eykur hann til muna öryggi í slökkviliðsmálum á Vopnafirði. Bíllinn mun bæði þjóna íbúum og fyrirtækjum Vopnafjarðarhrepps ásamt viðbúnaðarþjónustu á Vopnafjarðarflugvelli.

 

slokkvibill_vpfj_web.jpgBíllinn, sem er af gerðinni Scania, var keyptur af fyrirtækinu Sigurjóni Magnússyni ehf. á Ólafsfirði að undangengnu útboði og er allur af fullkomnustu gerð miðað við tæki í þessum geira.

Heildarkostnaður við smíði bílsins var 38,7 m. kr. með virðisaukaskatti.

Í þessu tilefni var opið hús í slökkvistöðinni þar sem fjölmenni mætti og fagnaði þessum tímamótum í öryggismálum Vopnfirðinga. Skoðaði tækjabúnað slökkvistöðvarinnar, að öðru leyti, undir leiðsögn slökkviliðsmanna, sem sýndu tilþrif í notkun öryggistækja stöðvarinnar.

Við þetta tilefni var einnig skrifað undir samning á milli Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða um rekstur á bílnum.