Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands í Vallanes

nyskopunarverdalun2011.jpegVerkefnið Pantið áhrifin frá Móður Jörð hlaut nýverið nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir árið 2011. Um er að ræða hugmyndafræðilegan veitingastað þar sem upplifun, fræðsla og umhverfisvitund fara saman.

 

Verkefnið var unnið af  Auði Ösp Guðmundsdóttur, Emblu Vigfúsdóttur, Katharínu Lötzsch og Robert Petersen. Hugmyndin að veitingastaðnum kviknaði í áfanga við Listaháskóla Íslands sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda.

Hugmyndafræði Eymundar Magnússonar, bónda í Vallanesi, er grundvöllur hugmyndarinnar að veitingastaðnum og staðbundin framleiðsla og vistvæn hráefni eru hornsteinn hans. Staðurinn sjálfur er byggður úr timbri úr Hallormsstaðarskógi  og réttirnir búnir til úr íslensku hráefni, mestmegnis frá Vallanesi.

Kappkostað var að nota eins nærtækan efnivið og völ var á og margar vettvangsferðir farnar í leit að möguleikum í hráefni og vinnslu. Staðurinn er sampakkanlegur og getur því ferðast milli landshorna eftir því hvernig vindar blása

Það var mat dómnefndar að þetta verkefni hefði til að bera alla þá eiginleika sem lagðir voru til grundvallar við mat á verkefnum. Þannig gæti það leitt til nýsköpunar, hagnýtingar möguleikar þess væru miklir og það stuðlaði vel að samstarfi háskóla, stofnanna og fyrirtækja, auk þess sem sjálfstætt framlag nemenda var mikið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.