Nýtt gistihús á Egilsstöðum

Lyngás Guesthouse er nýtt vinalegt hostel gistihús í hjarta Eglisstaða.  Lyngás er til húsa það sem Pitza 67 var á árum áður. 

lyngas_guesthouse.jpgÞað eru Birgitta Ósk Birgisdóttir og Guttormur Pálsson sem keyptu efri hæð hússins og hafa innréttað 6 herbergja gistihús á hæðinni.  Gistihúsið hýsir allt að 20 gesti í tveggja til sjö manna herbergjum en herbergin eru, fjögur tveggja manna, eitt fimm manna og eitt sjö manna.  Á Gistiheimilinu Lyngási er eldunaraðstaða fyrir gesti, rúmgóð borðstofa sem einnig nýtist sem setustofa og sameiginlegar snyrtingar.

Birgitta segir að þau Guttormur hafi flutt aftur austur í vor eftir veru á höfuðborgarsvæðinu og hafa síðan verið að innrétta Gistiheimilið en þau rifu allt innan úr hæðinni, gerðu hana líkt og fokhelda áður en þau hófust handa við innréttingarnar.

,,Ég náði að plata hann austur aftur, var búin að fá nóg af fimm ára veru í höfuðborginni en hefur alltaf langað aftur austur, en Guttormur var búinn að vera mun lengur en ég fyrir sunnan", sagði Birgitta.

,,Þetta verður nóg starf fyrir okkur yfir sumarið, þó opið verði allt árið.  Við sinnum kannski einhverjum sérverkefnum yfir veturinn en Guttormur er sjálfstætt starfandi byggingameistari", sagði Birgitta ennfremur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.