Skip to main content

Náðum lágmarkinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2010 11:48Uppfært 08. jan 2016 19:21

Cecil Haraldsson, oddiviti lista vinstri grænna á Seyðisfirði, segir listann hafa náð því lágmarki sem hann setti sér, að koma að manni. Flokkurinn bauð ekki fram í eigin nafni annars staðar á Austurlandi.

 

cesil_haraldsson.jpg„Við náðum því lágmarki okkar, sem lagt var upp með, að fá fótfestu í eigin nafni í bæjarstjórn. Við erum sátt við útkomu okkar miðað við það,“ sagði Cecil í samtali við Agl.is.

Hann segir framhaldið í bæjarstjórn Seyðisfjarðar ráðast af því „á hvorn vangann Framsóknarflokkurinn hallar sér. Valkostir hans eru áframhaldandi samstarf við V og S eða endurupptaka á áratuga samstarfi við D.“