Skip to main content

Ný Safnaðarstofa við Hofskirkju

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. apr 2023 13:12Uppfært 14. apr 2023 13:12

Ný Safnaðarstofuna við Hofskirkju hefur verið í byggingu síðastliðin tvö ár. Nú er húsið að verða tilbúið og von um að það verði vígt í sumar.

Sigríður Bragadóttir formaður sóknarnefndar Hofssóknar hefur verið í forystu verkefnisins og ýtt því áfram ásamt Pétri V. Jónssyni gjaldkera. Mælifell og verktakar úr Vopnafirði sjá um byggingu hússins en teikningar eru frá ARGOS arkitektastofu.

Húsið verður nýtt sem aðstaða fyrir Hofskirkju, salernisaðstaða, skrúðhús og kaffiaðstaða. En einnig sem fundar- og æfingaaðstaða fyrir kórinn. Eins á kirkjan verðmæta hluti sem verða þar til sýnis. Þar verður líka hægt að sækja vatn til að vökva í kirkjugarðinum og nýta salernisaðstöðu fyrir garðinn í sumar.

Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur í Hofsprestakalli, segir að markmiðið sé að fólk geti notið af þeim mikla sögustað sem Hof er. „Við viljum að fólk geti notið þessa mikla sögustaðar sem Hof er, náttúrunnar og kyrrðarinnar sem við eigum öll saman,” segir Þuríður.

„Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að það verði hægt að nýta húsið fyrir leiðsögn um svæðið á sumrin. og ætlunin er að halda áfram uppbyggingu á svæðinu, með göngustígum og fleiru,” segir Þuríður.